Lestrarátak í skólanum
Það hefði mátt heyra saumnál detta í Hafnarskóla þegar tveggja vikna lestrarátak hófst í Grunnskóla Hornafjarðar. Klukkan 8:30 var hringt til lestrarátaksins og þá tóku nemendur og starfsmenn upp bók að lesa hvar sem þeir voru staddir. Lestrarátakið stendur í tvær viku er lestur er þó alltaf mikilvægur hluti af skólastarfinu
Lestrarátakinu er ætlað að minna okkur á mikilvægi þess að lesa og að gefa nemendum færi á að finna á eigin skinni hve mikið þeim getur farið fram bara með því að æfa sig.
Þá hefur það sýnt sig að lestur er ein besta leiðin til að efla orðaforða og styrkja málvitund og að sterk tengsl eru á milli þess að hafa góðan orðaforða og hugtakaskilning og þess að ganga vel í námi. Það er því til mikils að vinna að vera duglegur að lesa.
Nú þegar jólabókaflóðið fer að nálgast hámark hefst líka lestur úr nýjum barna- og unglingabókum í skólanum og vonandi eykur það enn meira lestraráhuga bæði barna og fullorðinna.