7.bekkur með jöklasýningu í Nýheimum
Nú hafa 7.bekkingar lokið námskeiðinu ,,Jöklarnir okkar“ í samfélags-og náttúrufræði. Á sýningunni er hægt að skoða afrakstur vinnunnar en þar má nefna bæklinga sem nemendur bjuggu til, kort af Vatnajökli og ítarlegar upplýsingar um hann. Einnig er hægt að sjá vinnuhefti sem þau unnu með og myndir og frásagnir úr jöklagönguferð á Svínafellsjökul sem bekknum var boðið í, það voru Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og Kiwanisklúbburinn Ós sem styrktu þá ferð. En sjón er sögu ríkari og hvetjum við alla sem eiga leið hjá Nýheimum að kíkja á jöklasýninguna hjá 7.bekk.