Skólahjúkrun

Skólahjúkrunarfræðingur kemur í skólann í hverri viku.  Skólahjúkrunarfræðingur er  Ragnheiður Rafnsdóttir.

Viðvera skólahjúkrunarfræðings

Viðtalstími skólahjúkrunarfræðings í 1. - 6. bekk Hafnarskóla er á mánudögum frá 9:00 - 12:00

Viðtalstími skólahjúkrunarfræðings í 7. - 10. bekk Heppuskóla er á miðvikudögum frá 9:00 - 12:00

Lyfjagjöf

Í flestum skólum eru einhver börn sem þurfa að taka inn lyf á skólatíma. Börnin sjálf geta í engum tilvikum borið ábyrgð á lyfjatökunni og er ábyrgðin alfarið forráðamanna en skólahjúkrunarfræðingur skólans og umsjónarkennari viðkomandi barns geta aðstoðað það við lyfjatökuna.

Lyfin eru geymd í læstum skáp í skólanum og sami aðili sem sér um að gefa þau á fyrirfram ákveðnum tíma. Umsjónarkennara, hjúkrunarfræðingi og nemendaverndarráði/ ráðgjafarteymi í sérkennslu skal vera kunnugt um þessar lyfjagjafir. Farið er eftir tilmælum Landlæknisembættisins við lyfjagjöf í skólanum.

Um starf skólahjúkrunarfræðings

Skólahjúkrunarfræðingur sér um ýmsa fræðslu hjá nemendum og fer fræðslan eftir aldri nemenda.                                                                 

Eftirlit með líkamlegu ástandi nemenda fer fram í samvinnu skólahjúkrunarfræðings og heilsugæslulæknis. Eftirfarandi atriði eru athuguð sérstaklega hjá nemendum:

1. bekkur:       

  • Kannað er hvort nemendur hafi farið í gegnum 5 ára skoðun á Heilsugæslustöðinni fyrir skólabyrjun.
  • Flúorskolun er gerð hálfsmánaðarlega hjá nemendum nema óskir um annað komi frá forráðamönnum nemenda.

2. bekkur:      

  •  Hæð og þyngd  
  • Sjón

4. bekkur:       

  • Hæð og þyngd
  • Sjón                 

7. bekkur:      

  • Hæð og þyngd
  • Sjón
  • Litaskyn hjá drengjum
  • Bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, allt í einni sprautu.


Leiði skoðun hjá hjúkrunarfræðingi/lækni í ljós eitthvað sem þarf að athuga nánar, fær barnið tilvísun með sér heim eða haft er samband við foreldra þess símleiðis. Fyrir utan hefðbundið eftirlit er öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra velkomið að leita til skólahjúkrunarfræðings ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Einnig sér hjúkrunarfræðingur um fræðslu til nemenda um ýmsa þætti s.s. persónulegt hreinlæti, næringu, svefn, hvíld og kynþroska.

Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á reglulegu eftirliti með tannheilsu nemenda. Skólahjúkrunarfræðingur fylgist með hvort nemendur fara til tannlæknis og minnir á það ef misbrestur er á því. Boðið er upp á flúorskolun í 1., 7. og 10. bekk. 

Það er mjög mikilvægt að láta umsjónarkennara vita ef eitthvað er að hjá nemendum sem gæti haft áhrif á nám þeirra við skólann s.s. sjóndepra, heyrnarskerðing, astmi eða ofnæmi.