Meira af árshátíðar-undirbúningi

Árshátíð grunnskólans 24. október

16. okt. 2018

Smiðjukennararnir hafa veg og vanda af umgjörð árshátíðarinnar. Þeir byrja snemma að finna hugmyndir að því hvað á að gera um leið að viða að sér efni. Margir hafa gefið skólanum garn og nú komu smiðjukennarar með þá hugmynd að nýta hluta af því í skreytingar.  Því sitja nú bæði nemendur og kennarar við að hekla og prjóna eftir óskum smiðjukennara. Margir hafa nýtt tækifærið til að læra bæði hekl og prjón.  Á myndinni má sjá hvernig starfsfólk nýtir kaffitímann sinn í þágu árshátíðarinnar.