Töfralandið eftir nemendur í 6. bekk í handritakeppni hjá Árnastofnun.
Handritasamkeppni Árnastofnunar var haldin í samstarfi við Sögur- verðlaunahátíð barnanna í tilefni af því að 21. apríl 2021 voru liðin 50 ár frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku.
Hátt í hundrað handrit bárust í keppnina. Dómnefnd sem skipuð var þeim Gísla Sigurðssyni, Arndísi Þórarinsdóttur og Goddi tók til starfa í byrjun apríl og skoðaði handrit frá grunnskólanemum víðs vegar að af landinu. Þrettán handrit voru valin og eitt af þeim er teiknimyndasagan Töfralandið eftir þá Dawid, Ðuro, Hilmar, Jakob og Jóhann í 6. bekk. Til hamingju strákar. Hér má sjá nánari umfjöllun sem og þær bækur sem unnu til verðlauna https://hirslan.arnastofnun.is/