Sinfóníuhjómsveit Suðurlands

Tónleikar í Nýheimum

9. maí 2022

Í dag var nemendum grunnskólans boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Nýheimum. Tónleikarnir voru í söguformi þ.e. Stefán Sturla las söguna Lykillinn við undirspil hljómsveitarinnar. Það má með sanni segja það þetta hafi verið áhrifamikill lestur þar sem undirspilið undirstikaði það sem gerðist í sögunni með miklum tilþrifum. Ekki var verra að sjá kunnulegt andlit í hljómsveitinni en Sigurlaug tónlistakennari og kórstjórnandi spilaði á þverflautu. Tónleikunum lauk með því að hljómsveitin flutti lagið Á Sprengisandi og krakkarnir sungu með. Bestu þakkir fyrir okkur.

HKG