Þórdís Imsland í heimsókn
Í dag kom Þórdís Imsland í heimsókn til okkar á yngra og miðstigi grunnskólans. Hún fór í alla bekki og spjallaði við krakkana um þátttöku sína í The Voice og hversu mikils virði stuðningur allra við hana í keppninni var og hversu mikið það hjálpaði henni. Þórdís talaði líka um hvernig maður lætur drauma sína rætast, hvað þurfi til. Þar nefndi hún að setja sér markmið, að þora, vera dugleg að æfa sig, vera jákvæði bæði yfir því sem maður sjálfur er að gera og einning í garð annarra þó þeir séu keppinautar. Í lokin söng hún fyrir nemendur. Við þökkum Þórdísi fyrir komuna.