10. bekkur á Lónsöræfum

5. okt. 2018

 

Nemendur í 10.N lögðu af stað í Lónsöræfin 26.09.2018 kl. 9:00 frá Heppuskóla. Þegar við mættum á staðinn byrjuðum við á að skipta niður matnum sem við höfðum með okkur og löbbuðum niður Illakamb á leið í Múlaskála. Þegar við mættum þangað grilluðum við pylsur og léttum okkur birgðirnar og fórum svo í u.þ.b. 4 tíma gönguferð í Víðibrekkusker. Að gönguferð lokinni sá ákveðinn hópur um það að elda kvöldmat sem heppnaðist nú bara nokkuð vel svo sá ákveðinn hópur um að taka af borðinu og vaska upp. Eftir kvöldmat var sungið við matarborðið á meðan Sæmundur lék á gítar og við skemmtum okkur til kl. 23:00 þá fórum við í bólið enda erfiður dagur í vændum. Svo fraus vatnið og við vorum vatnslaus til morguns daginn eftir. Við vöknuðum kl. 08:00 og fengum okkur morgunmat sem var hafragrautur með rúsínum og banönum, vöskuðum upp og lögðum af stað kl. 09:00. Við löbbuðum upp í Tröllakróka með mörgum stoppum þar sem Jón Braga eða Sæmundur sögðu okkur ýmist konar sögur. Við vorum mætt aftur uppí skála kl. 18:00 þá grilluðum við lambalæri og Kjartan var eins og hetja á grillinu í kuldanum. Ferðin heppnaðist eins og í lygasögu svo fórum við í leiki og grilluðum sykurpúða í svarta myrkri og kulda svo hlustum við á tónlist og spjöllum þangað til kl. 23:00 þá fóru allir dauðþreyttir að sofa. Við vöknuðum aftur kl. 8:00 borðuðum og vöskuðum upp og á meðan við tókum dótið okkar saman skelltum síðan í einn afmælissöng fyrir Jóa. Við gengum frá skálanum um 10 leytið í rigningu en annars vorum við heppin með veður í ferðinni. Fararstjórar í ferðinni voru Jón Braga, Valgerður, Sæmundur og Jói Danner.

 

Ægir og Hafdís í 10. N