Litla upplestrarkeppnin

28. mar. 2022

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk var haldin í Sindrabæ í vikunni. Krakkarnir sungu tvö lög og samlásu efni Litlu upplestrarkeppinnar 2022.  Það má segja að þessi keppni (lestur) sé einskonar undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er í 7.bekk ár hvert.  Efnið sem lesið er kemur frá félagsskap sem heitir RADDIR og er félaga áhugafólks um íslenskt mál.  Foreldrar og krakkarnir í 3. bekk mættu til að hlusta á lesturinn. 

HKG