Gyotaku, japönsk listsköpun

5. mar. 2021

Á miðvikudaginn var unnið stórskemmtilegt verkefni í smiðjum. Við vorum svo heppin að geta fengið nokkra fiska, þorsk, ýsu, karfa, keilu og kola, til okkar til að vinna með og skoða. Það er gömul japönsk aðferð sem nefnist gyotaku sem er aðferð til að prenta fisk á hrisgrjónapappír. Við lékum okkur með blek, málingu og pappír og prentuðum margar myndir af fiskum.  Við ætlum svo á næstunni að ganga frá myndunum og gera þær tilbúnar til að fara upp á vegg. Nemendur voru sérlega áhugasamir, hjálpuðust að, unnu vel saman, voru forvitnir um hvernig fiskarnir litu út og voru mismunandi. Einhverjir vildu skoða innyflin og rannsaka fiskana enn frekar en það bíður betri tíma. Örfáir gátu ekki hugsað sér að vinna með fiskana.

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt verkefni.