Dansfjör í evrópskri hreyfiviku
Grunnskólinn tekur þátt í evrópskri hreyfiviku á vegum UMFÍ. Markmið hreyfivikunnar eða Move week er að fá 100 miljón fleiri íbúa Evrópu til að hreyfa sig fyrir árið 2020 heldur en gerðu árið 2012. Yfir milljón manns tóku þátt á síðasta ári og vonir standa til að enn fleiri taki þátt í ár.
Nemendur og starfsfólk á yngra og miðstigi tóku þátt í dag með því að hittast í íþróttahúsinu og dansa.