LIST FYRIR ALLA!

14. okt. 2021

Grunnskóli Hornafjarðar fékk frábæra heimsókn á vegum ,,List fyrir alla”, en í þetta skiptið voru það hinir landsþekktu Gunni og Felix sem komu með frábæra dagskrá, góða blöndu af fræðslu og skemmtun eins og þeim einum er lagið.

Gunnar Helgason kynnti hressilega fyrir krökkunum hvernig má semja og rita góðar sögur og ljóstraði upp leyniuppskrift sinni að metsölusögu, sem mun gagnast krökkunum vel í þeirra eigin sköpun og ritgleði. Felix Bergsson hélt frábæran fyrirlestur um fjölbreytileika persona og fjölskyldna og hvernig við erum í raun öll ,,Ein stór fjölskylda”. Þeir félagar héldu svo uppi stuði með dansi og söng ,,a la Gunni og Felix” og krakkarnir sungu hástöfum með og notuðu tækifærið til að dansa og gleðjast með þeim skemmtilegu félögum.

Sýningin var í boði fyrir alla nemendur skólans og við þökkum krökkunum fyrir að vera til fyrirmyndar og taka vel á móti gestunum.

Við þökkum líka Gunna og Felix og ,,List fyrir alla” kærlega fyrir komuna.