Leikhópurinn Lotta

13. mar. 2020

Foreldrafélag leik-og grunnskólans bauð nemendum 1.-6. bekkjar á leiksýningu í Sindrabæ með Leikhópnum Lottu. Hópurinn sýndi þrjú sígild ævintýri en það voru sagan um kapphlaup hérans og skjaldbökunnar, Hans og Gréta og Nýju fötin keisarans.