Páskabingó í Heppuskóla

21. mar. 2024

Nemendaráðið í Heppuskóla hélt páskabingó í dag, fimmtudaginn 21. mars. Bingóið var haldið eftir hádegið og var það vel sótt af bæði nemendum og kennurum. Nemendur gátu unnið vinninga frá meðal annars Iceguide, Pakkhúsinu, Bergspor, Olís, Lyfju og fleiri.

Nemendaráðið vill þakka öllum sem styrktu bingóið og vonum að allir eigi gott páskafrí.