Fréttir og tilkynningar

Bolla, bolla - 24. febrúar 2020

Bolludagur í dag og í þetta sinnið var nemendum skólans boðið upp á rjómabollur í staðin fyrir ávaxtabita. Það er óhætt að segja að þetta hafi mælst vel fyrir hjá nemendum sem borðuðu bollurnar af bestu lyst. 

Stóra upplestrarkeppnin - 20. febrúar 2020

12. febrúar var bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta úr Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og ljóð að eigin vali. Dómarar voru María Gísladóttir og Gísli Magnússon. Næsta umferð keppninnar verður haldin í Nýheimum í lok febrúar.

Grunnskóli Hornafjarðar fellur niður á morgun. - 13. febrúar 2020

Vegna rauðrar viðvörunar frá Almannavörnum Íslands hefur Grunnskóli Hornafjarðar í samráði við almannavarnanefnd ákveðið að skólahald falli niður fram til kl. 13:00 föstudaginn 14. febrúar.

Þar sem það er viðtalsdagur munu umsjónarkennarar hafa síðan samband við foreldra varðandi viðtalstíma sem falla niður.

Fréttasafn