Fréttir og tilkynningar

"það vantar spýtur og það vantar sög" - 1. desember 2023

Í dag hittust allir nemendur grunnskólans í Sindarbæ til að taka þátt í degi tónlistarinnar, Í tilefni dagsins sungu nemendur í grunnskólum landsins lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Söngurinn var tekinn upp og honum safnað saman og skilað til umsjónaraðila  vekefnisins, Hörpu Þorvaldsdóttur. Það er alveg óhætt að segja að þetta tókst vel hjá krökkunum og eftir að hafa sungið þetta lag sungu krakkarnir nokkur jólalög. Sigurlaug Blöndal stjórnaði söngnum og Jóhann Morávek spilaði undir. 

Bókakynning - 1. desember 2023

Við fengum góðan gest til okkar í gær, fimmtudag, en þá kom Sævar Helgi Bragason til að kynna bókina Hamfarir sem kom út nú fyrir skemmstu.  Sævar Helgi hefur verið ötull við að fræða okkur um himingeiminn og margt fleira. Hann heldur úti vefnum https://www.stjornufraedi.is/ sem og https://www.stjornusaevar.is/  Á þessum vefum má finna margt fróðlegt og gaman að skoða þetta með krökkunum.  þar má sjá að skæra morgunstjarnan á suðurhimninum þessa dagana er Venus og aðeins meira í austurátt má sjá júpiter skína skært á kvöldin

Eldur, ís og mjúkur mosi - 17. nóvember 2023

Grunnskóli Hornafjarðar og Vatnajökulsþjóðgarður eru að vinna saman að verkefni sem heitir Eldur, ís og mjúkur mosi. Í þessu felst að börn í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs vinna fjölbreytt verkefni tengd listsköpun, náttúruvernd og þjóðgarðinum í allri sinni dýrð. Grunnskólabörn umhverfis garðinn skipuleggja m.a.fræðslugöngur eða viðburði í gestastofum, setja upp sýningar og skipuleggja málþing til að velta upp spurningum eins og „Hvað er náttúruvernd og hvernig getum við komið betur fram við náttúruna?“ Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúruminjasafn Íslands, Vatnajökulsþjóðgarðs, skóla og listafólks í nærumhverfi garðsins.

Krakkarnir í 5. og 6. bekk taka þátt og eru þegar byrjuð og hafa mætt í listasmiðju til Hönnu Dísar en viðfangs efnið er dýrin í þjóðgarðinum og umhverfið með þeirra augum.

Fréttasafn