Fréttir og tilkynningar

Kátakot komið með betri aðstöðu í Vöruhússkjallaranum - 14. október 2020

Undanfarin ár hefur mikil fjölgun orðið í Kátakoti eða lengdri viðveru skólans. Kátakot er fyrir nemendur í 1. - 4. bekk og af þeim 107 nemendum sem eru í þessum árgöngum nýta um 90 nemendur sér þjónustuna á einn eða annan hátt. Vegna þessa fjölda fengu elstu börnin í Kátakoti aðstöðu í Þrykkjunni en nú hefur annar hluti Vöruhússkjallarans verið tekinn í gegn og búið að koma þar upp sérstakri aðstöðu fyrir elstu börnin í Kátakoti. Þau eru komin með sér inngang og hafa ákveðið rými út af fyrir sig þó þau megi áfram hafa aðgang að Þrykkjunni.

Það var mikil gleði í hópnum þegar opnað var inn á svæðið í gær.

Göngum í skólann - 9. október 2020

Á miðvikudaginn lauk Göngum í skólann verkefninu en keppni var á milli bekkja um að koma sem oftast gangandi eða hjólandi í skólann. Í dag var verðlaunaafhending á íþróttavellinum og þangað mættu allir nemendur skólans. Úrslitin voru þessi: í þriðja sæti var 3. bekkur, í öðru sæti var 4. bekkur og fyrsta sæti var 6. bekkur. Til hamingju með þennan flotta árangur. Hulda Björg og Ingvi sáu um verðlaunaafhendinguna.

Krufning - 9. október 2020

Í dag sameinuðu íþrótta-og nátturfræðin krafta sína og við vorum með verklega kennslu fyrir nemendur 8.S þar sem þau voru að kryfja kindalíffæri. Þau fengu tækifæri til að skoða þau ítarlega og velta fyrir sér hinu og þessu. Einhverjir völdu síðan að fara í íþróttir kl 08:50 sem er gott því öll hreyfing bætir hressir og kætir.

Vona að þau geti deilt gleði sinni með ykkur yfir þessu tækifæri um helgina.

Gleðilegan föstudag og góða helgi

Kveðja

Laufey og Ingvi

 

Fréttasafn