Fréttir og tilkynningar

Hlaupið til styrktar UNICEF - 11. maí 2022

Í dag fór fram okkar árlega UNICEF-hlaup sem krakkarnir í skólanum hlaupa til styrktar hinum ýmsu málefnum sem UNICEF sinnir. Í ár er auk þeirra brýnu verkefna sem blasa við okkur öllum eins og neyð barna í Afganistan, Jemen, Sýrlandi og nú Úkraínu þá er lögð áhersla á aukinn réttindi barna gegn rasisma, aldursfordómum og fötlunarfordómum. Krakkarnir horfuð á myndband sem unnið var af Ungmennaráði UNICEF á Íslandi í tilefni af Alþjóðadegi barna árið 2021 skilaboð þeirra eru: HLUSTAÐU! 

HKG

Sinfóníuhjómsveit Suðurlands - 9. maí 2022

Í dag var nemendum grunnskólans boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Nýheimum. Tónleikarnir voru í söguformi þ.e. Stefán Sturla las söguna Lykillinn við undirspil hljómsveitarinnar. Það má með sanni segja það þetta hafi verið áhrifamikill lestur þar sem undirspilið undirstikaði það sem gerðist í sögunni með miklum tilþrifum. Ekki var verra að sjá kunnulegt andlit í hljómsveitinni en Sigurlaug tónlistakennari og kórstjórnandi spilaði á þverflautu. Tónleikunum lauk með því að hljómsveitin flutti lagið Á Sprengisandi og krakkarnir sungu með. Bestu þakkir fyrir okkur.

HKG

Umhverfisdagur grunnskólans - 29. apríl 2022

Í dag var hinn árlegi umhverfisdagur skólans. Allir nemendur og starfsfólk fóru út að tína rusl og fegra bæinn. Eftir það var slegið upp grillveislu á skólalóðinni. Veðrið var með besta móti í þetta sinnið og vonum við að þetta sé byrjunin á góðu sumri. Krakkarnir hvetja alla til að ganga vel um bæinn og setja rusl í ruslatunnur. Deginum lauk með því að miðstigið fór saman niður á miðsvæði þar sem farið var i kubb, ratleik og hoppað á ærslabelgnum. 

HKG

Fréttasafn