Fréttir og tilkynningar

Þátttaka í fjölbreytileikavikunni - 31. mars 2023

Eins og fyrr segir þá er margt um að vera hjá nemendum skólans þessa dagana og má þar nefna að margir nemendur hafa verið að æfa fyrir uppákomu í Nýheimum í tilefni af fjölbreytileikavikunni sem er að ljúka.En stór hópur barna frá 3. bekk og upp í 7. bekk mættu í Nýheima og sungu og léku lagið Gordjöss. Krakkarnir sem léku á hljóðfæri eru úr lúðrasveit Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu.

Vikuhátíð hjá 2. bekk - 31. mars 2023

Það er mikið um að vera í skólanum hjá okkur þessa dagana og meðal annars hafa krakkarnir í 2. bekk æft fyrir vikuhátíð undanfarna viku en hátíðin var svo í Sindrabæ í dag. Krakkarnir settu á svið leikrit um Stubb og leikrit um Litlu svörtu kisu. Í lokin var svo sungið Höfuð herðar hné og tær á ensku, portúgölsku, spænsku og íslensku en þetta eru tungumál sem töluð eru í bekknum en þó ekki tæmandi listi. Foreldrum og nemendum í Hafnarskóla var boðið á sýninguna.

Litla upplestrarkeppnin - 31. mars 2023

Litla upplestrarkeppnin fór fram hjá 4. bekk nú í vikunni. Þessi upplestur er smá æfing fyrir Stóru upplestrakeppnina sem nemendur taka þátt í þegar komið er í 7. bekk.

Raddir , félag áhugafólks um góðan upplestur leggur til efni fyrir keppnina sem krakkarnir æfa. 

Undirbúningur stóð yfir í tvær vikur  og svo var haldin hátíð í Sindrabæ og textinn lesinn fyrir foreldra og 3. bekkinga. Að lokum fá allir þátttakendur viðurkenningaskjal.

 

Fréttasafn