Fréttir og tilkynningar

Stóra upplestrarkeppnin - 22. febrúar 2024

Nú er lokið skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Átta nemendur komust áfram og munu þau taka þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hafnarkirkju þann 6. mars.

Geimurinn í 3. bekk - 16. febrúar 2024

Undanfarnar vikur hafa börnin í 3.S verið að læra um himingeiminn og pláneturnar. Börnin gerðu allskonar verkefni eins og flettibók með ýmsum upplýsingum, líkan af sólkerfinu og svo lærðu þau lag um reikistjörnurnar í tónmennt. Í dag buðu börnin svo foreldrum sínum að koma og sjá afraksturinn. Þetta var skemmtileg vinna og börnin mjög áhugasöm.

Öskudagurinn 2024 - 16. febrúar 2024

Öskudagurinnn var með hefðbundnum hætti í ár, krakkarnir í 6. bekk tóku að sér andlitsmálun, það var spilað, rápað og farið í feluleik. Um kl tíu var svo farið í íþróttahúsið, þar var hæfileika keppni. Strákar úr 6. bekku fengu verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og stelpur í 4. bekk fyrir besta atriðið. Veitt voru verðlaun fyrir besta og frumlegasta búninginn en það voru þau Fanney í 1. bekk og Steinþór í 5. bekk sem unnu þau verðlaun og í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir besta búninginn í hópi kennara og þar vann Ólöf Ósk Garðarsdóttir. Kötturinn var sleginn úr tunnunni eða réttar sagt boltar barðir úr pappakösum og eftir það var dansaður ásadans. Krakkarnir á yngsta og miðstigi drifu sig svo út til að syngja fyrir nammi eða öðru skemmtilegu. 

Fréttasafn