Fréttir og tilkynningar

Foreldrar skólans áhugasamir og ætla sér að ná langt - 16. janúar 2020

Síðustu tvo daga voru haldnir foreldrafundir fyrir alla bekki skólans þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu ræddi við foreldra og nemendur í 7.-10. bekk. Hluti fundanna fór einnig í spjall foreldra og nemenda þó þeim hluta hafi verið sleppt hjá 1. – 3. bekk þar sem æsispennandi leikur Íslands og Ungverjalands stóð yfir á meðan á fundinum stóð.

Margrét Lilja sagði frá niðurstöðum kannana hjá Rannsókn og greiningu og því íslenska forvarnarmódeli sem er orðið heimsfrægt fyrir góðan árangur. Sá árangur byggir fyrst og fremst á öflugu foreldrastarfi.

Líf og fjör í Vöruhúsinu - 17. desember 2019

Það er mikið líf og fjör í Vöruhúsinu þessa dagana og mikill munur á aðstöðu nemenda og starfsfólks eftir breytingar. Opna rýmið í miðjunni er óspart notað í kennslu og í dag nýttu 3. bekkingar sér það til fulls þegar þeir voru í myndmennt og textíl. 

Eðlisfræði í 5. bekk - 14. desember 2019

Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra um krafta í eðlisfræði. krakkarnir unnu verkefni þar sem hugsa þurfti um núningskraft og viðnám, loftmótstöðu og straumlínulögun og þyngdarkraft. Verkefnið fólst í að hanna bíl frá grunni þar sem tekið væri tillit til allra þessara þátta. Verkefninu lauk síðan með keppni um það hvaða bíll rynni lengst. Bíllinn sem fór lengst hafði minnstu loftmótstöðuna og dekk sem veittu gott viðnám við hála brautina. Einnig voru tilnefndir til verðlaunasæta einn bíll fyrir útlit og annar fyrir hönnun en sá bíll var algjörlega unninn frá grunni þ.e. meira að segja dekkin voru búin til af liðsmönnum.

Fréttasafn