Fréttir og tilkynningar

Skóli í dag - 11. desember 2019

Skólahald verður að mestu leyti með eðlilegum hætti í dag. Við biðjum foreldra þó að fylgja börnum sínum í skólann og vera viðbúin að þurfa einnig að sækja þau. Veðrið er heldur seinna á ferðinni en spáð var og svo virðist sem það verði heldur ekki alveg eins slæmt. Einhver röskun verður þó á sundkennslu og jafnvel einhverju fleiru og biðjum við t.d. foreldra 2. bekkinga og koma þeim öllum upp í Hafnarskóla nú kl. 8:10. Sund fellur niður hjá þeim í dag. Við fylgjumst svo áfram vel með veðurspám og látum vita ef einhverjar meiriháttar breytingar verða hjá okkur í skólanum. 

Hurðaskreytingar - 10. desember 2019

Nú styttist í jólafrí og skólastarfið ber keim af því. Á eldra stigi er t.d. jólasöngur í frímínútum, jólapeysudagur og margt fleira. Hurðaskreytingar er svo ein hefðin en þá taka nemendur á eldra stigi sig til og skreyta hurðina á sinni heimastofu. Skreytingarnar eru fjölbreytta og mikið lagt í að hafa hurðina sem jólalegasta eins og hæfir á þessum tíma ársins.

Vikuhátíð 3. bekkjar - 29. nóvember 2019

Í dag buðu 3. bekkingar samnemendum sínum, starfsfólki skólans og foreldrum á vikuhátíð í Sindrabæ. Þar var mikið fjör, krakkarnir fluttu tvö leikrit, Söguna af rauðhúfa og Bakkabræður. Auk þess var boðið upp á söng og sagðir brandarar. 

Fréttasafn