Fréttir og tilkynningar
Módelklúbbur í Þrykkjunni
Það er ekki á hverjum degi sem nýr klúbbur er stofnaður í skólanum en það er einmitt það sem gerðist í síðustu viku. Hrafnkell tónmenntakennari og Þorsteinn, aðstoðamaður á bókasafni, byrjuðu í síðustu viku með módelklúbb í Þrykkjunni. Um er að ræða tíma í Vöruhúsinu á fimmtudögum kl 14:30-16.
Þorrinn boðinn velkominn
Við höldum okkur við hefðirnar hér í skólanum og því hlupu krakkarnir í kringum skólann í annarri buxnaskálminni til að bjóða þrorrann velkominn, þeir allra hörðustu hlupu reyndar marga hringi. Í hádeginu gæddu krakkarnir sér á grjónagraut með blóðmör og lifrapylsu.
Jón Pétur og dansinn
Þessa vikuna hefur Jón Pétur danskennari verið með danskennslu í skólanum. Eins og venja er þá endaði dansinn á uppskeruhátíð sem fjölskyldum krakkanna er boðið á. það er ekki annað að sjá en að þessi hefð að fá Jón Pétur árlega til okkar, fari vel í nemendur því nokkrir krakkar úr framhaldsskólanum laumuð sér með í dansinn. Fullt var út úr dyrum að venju og mikið fjör.