Fréttir og tilkynningar

Gullskórinn fór til 5. og 8. bekkjar - 30. september 2022

Á haustinn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir átaki sem ber yfirskriftina "Notum virkan ferðamáta" Grunnskóli Hornafjarðar tekur þátt í þessu átaki og hvetur starfsfólk og nemendur til ganga eða hjóla í skólann. Rafknúinn tæki eins og rafmagnshjól eða rafmagns hlaupahjól teljast ekki með.

Að venju er sett upp keppni á milli bekkja þar sem keppt er um gullskóinn. Í dag fór fram verðlauna afhending í íþróttahúsinu en í ár voru jafnir að stigum 5. bekkur og 8. bekkur. Eftir afhendinguna dönsuðu allir "Just dance".

HKG 

Geirnefur - 15. september 2022

Í dag kom Vigdís kennari í 2. bekk með geirnef í skólann til að sýna krökkunum en Jói maðurinn hennar kom með fiskinn úr veiðitúr í Smuguna. Geirnefur heitir öðru nafni makrílbróðir enda náskyldur makrílnum og slæðist oft með honum og síldinni í veiðafærðin. Það er alltaf gaman að fá að sjá þessi dýr enda hafa sjómenn hér á Höfn verið duglegir að leyfa okkur að sjá þegar eitthvað sérstakt og sjaldséð kemur með aflanum um borð. 

HKG

5. bekkur ferðaðist um Suðursveit - 14. september 2022

Í síðustu viku fóru 5. bekkingar í hefðbundna námsferð í Suðursveit.  Þessi ferð er alltaf skemmtileg og margt að skoða og fræðast um. Byrjað er á að fara inn að Felli og þaðan er gengið meðfram fjallinu að Mjósundará. Þar þarf að fara yfir ána sem er ekki alltaf auðvelt en allir komust yfir á endanum. Farið er í Brúsahelli og þar er sögð sagan af kettinum víðförla. Síðan var farið inn að Fellsárfossi áður en haldið var til baka skelltu nokkrir vaskir krakkar sér til sunds. Í þessari ferð þarf að finna plöntur, skoða smádýr og horfa eftir fuglum auk þess sem krakkarnir læra nokkur örnefni og nöfn á bæjum.

HKG 

Fréttasafn