Fréttir og tilkynningar

Farin til Kilimanjaro!
Það er orðið ansi langt síðan framtíðarfræðingar spáðu því að núverandi kynslóðir yrðu komnar með sýndarveruleikaskjá límdan framan á andlitið, sítengd við hverskonar upplýsingaveitur og afþreyingarefni. Í morgun fengu nemendur í skólanum að prófa í fyrsta sinn sýndarveruleikagleraugu sem keypt voru skólann nú í desember.

Skautaferð í Óslandið
5. bekkur nýtti sér veðurfarið á fimmtudag og dreif sig á skauta á Óslandstjörninni. Margir höfðu aldrei stigið á skauta áður en náðu ágætum árangri og allir höfðu gaman að. Frostið var mikið og beit í kinnar og til allrar lukku tókum við með okkur heitt kakó til að ylja okkur og var það vel þegið af skauturunum.

Fræðsla um svefn fyrir alla
Í liðinni viku var Erla Björnsdóttir með fræðslufyrirlestur um svefn fyrir nemendur í 5. - 10. bekk. Nú býður heilsueflingarhópur sveitarfélagsins öllum í sveitarfélaginu að hlýða á fyrirlesturinn sem var sérlega fræðandi og góður fyrir fólk á öllum aldri.
Síðustu mánuði hefur heilsueflingarhópur á vegum sveitarfélagsins haft svefn sem megið þema í heilsueflingu enda er svefninn ein megin undirstaða heilbrigðis. Þessi fyrirlestur markar hápunkt þessa þema og vonandi ná allir sem áhuga hafa á að hlýða á hann en hann verður opinn til 4. janúar.