Fréttir og tilkynningar

Niðurstöður skólaþings, - 22. nóvember 2019

Niðurstöður skólaþings voru kynntar í íþróttahúsinu í gær. Fulltrúar úr hverjum árgangi sögðu frá því helsta sem kom fram í hópunum. Mið- og elstastig unnu saman í hópum en á yngrastigi var hver árgangur sér. Nemendur töldu að mesti vandinn liggi í mengun, hlýnun jarðar og plastnotkun. Lausnirnar voru góðar og vel ígrundaðar og fólust meðal annars í að útbúa kynningarefni sem nota mætti í fræðslu fyrir nemendur skólans og fyrir íbúa almennt á Hafnarhittingi. Verndun kóralrifja og gróðursetning voru einnig atriði sem talin voru upp. Fátækt, hungur, stríð og flóttafólk voru rædd og finnst börnunum að það eigi að taka á móti fleira flóttafólki sem og að lönd tali meira saman til að koma í veg fyrir stríð. Krakkarnir vilja að mannréttindi verði virt, gætt sé að réttindum minnihlutahópa, og unnið sé gegn einelti

Skólaþing - 21. nóvember 2019

Skólaþing var haldið í skólanum í gær. Nemendur í öllum árgöngum veltu fyrir sér spurningunum um betri heim, hvað þyrfti að laga og hvað þeir gætu gert til að bæta hann. Krakkarnir veltu líka sömu spurningum fyrir sér hvað varðar nærsamfélag þeirrra. Niðurstöður þingsins verða síðan kynntar í íþróttahúsinu kl 10:30

Lestrarátak í skólanum - 19. nóvember 2019

Það hefði mátt heyra saumnál detta í Hafnarskóla þegar tveggja vikna lestrarátak hófst í Grunnskóla Hornafjarðar. Klukkan 8:30 var hringt til lestrarátaksins og þá tóku nemendur og starfsmenn upp bók að lesa hvar sem þeir voru staddir. 

Lestrarátakinu er ætlað að minna okkur á mikilvægi þess að lesa og að gefa nemendum færi á að finna á eigin skinni hve mikið þeim getur farið fram bara með því að æfa sig.  

Þá hefur það sýnt sig að lestur er ein besta leiðin til að efla orðaforða og styrkja málvitund og að sterk tengsl eru á milli þess að hafa góðan orðaforða og hugtakaskilning og þess að ganga vel í námi. Það er því til mikils að vinna að lesa.

Nú þegar jólabókaflóðið fer að nálgast hámark hefst líka lestur úr nýjum barna- og unglingabókum í skólanum og vonandi eykur það enn meira lestraráhuga bæði barna og fullorðinna.

Fréttasafn