Fréttir og tilkynningar

Nýr skólastjóri - 24. júní 2021

Þórdís Sævarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar. Hún tekur við af Þórgunni Torfadóttur sem hefur verið skólastjóri við skólann frá stofnun hans en áður var hún skólastjóri Hafnarskóla.Nyrskolastjori

Þórgunnur lætur nú af störfum en fer ekki langt því hún hefur tekið við starfi sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Þórdís hefur verið skólastjóri Innoent skólans sem er menntaeining sem byggir á skapandi kennsluháttum og valdeflingu nemenda og leggur áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari 2002 og hefur starfað sem kennari og síðar stjórnandi allar götur síðan. Þórdís hefur verið viðburða- og verkefnastjóri í verkefnum á sviði skólaþróunar, innleiðingu nýrra skólaþátta og lista og menningu, auk þess að sinna formennsku fagfélaga og komið að útgáfu námsefnis. Hún hefur verið fulltrúi í skólanefnd FG frá 2012 og hefur tekið þátt í erlendu skólasamstarfi víða um heim. Þórdís lauk mastersnámi í Menningarstjórnun frá Bifröst 2016.

Þórdís er fædd og uppalin á Rauðabergi á Mýrum, en flutti á Höfn og Miðsker ung að aldri. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífi bæjarins þegar hún bjó hér og ekki ólíklegt að hún taki þátt að nýju.

Grunnskóli Hornafjarðar býður Þórdísi velkomna til starfa.  

Útskriftarferð 10. bekkjar 2021 - 21. júní 2021

Síðustu skóladagana nýttu tíundubekkingar í tveggja daga útskriftarferð um heimabyggð. Fyrsta stopp var í Flatey á Mýrum þar sem nemendur fengu vatnsheldan galla, vettlinga og skó. Því næst var keyrt að Heinabergslóni og þar fóru nemendur í kajakasiglingu á vegum

Picture2

Iceguide.is. Siglt var á lóninu í um klukkutíma og aðMynd-3_1624265156741 siglingu lokinni var farið í fjósið í Flatey, en það er eitt stærsta kúabú landsins. Nemendur voru virkilega spenntir fyrir kálfunum en kálfarnir ekki fyrir nemendum. Þegar menn voru búnir að skoða nægju sína var haldið beina leið að Hala í Suðursveit. Þar biðu grillaðar pulsur sem nemendur snæddu á meðan þeir slökuðu á við dynjandi tónlist í hlöðunni. Því næst

Picture1var haldið í jöklagöngu ...

Heimsókn bæjarstjóra og skipulagsstjóra í 2. bekk - 14. júní 2021

Í apríl fóru nemendur í 2. bekk ásamt kennurum í göngutúr um nágrenni skólans og skoðuðu nágrennið og þau umferðarmannvirki sem þar eru. Í framhaldinu sendu krakkarnir bæjarstjóra bréf og báðu um úrbætur á ýmsum hlutum. Í kjölfarið komu Matthildur bæjarstjóri og Brynja skipulagsstjóri í heimssókn í bekkinn og þökkuðu fyrir bréfið en ekki síður hugmyndirnar og það að krakkarnir sjálf voru líka tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að bæta bæjarbraginn. Hér fyrir neðan kemur bréfið til bæjarstjóra og myndin er frá heimsókn Matthildar og Brynju í bekkinn.

Fréttasafn