Fréttir og tilkynningar

Heimsókn bæjarstjóra og skipulagsstjóra í 2. bekk - 14. júní 2021

Í apríl fóru nemendur í 2. bekk ásamt kennurum í göngutúr um nágrenni skólans og skoðuðu nágrennið og þau umferðarmannvirki sem þar eru. Í framhaldinu sendu krakkarnir bæjarstjóra bréf og báðu um úrbætur á ýmsum hlutum. Í kjölfarið komu Matthildur bæjarstjóri og Brynja skipulagsstjóri í heimssókn í bekkinn og þökkuðu fyrir bréfið en ekki síður hugmyndirnar og það að krakkarnir sjálf voru líka tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að bæta bæjarbraginn. Hér fyrir neðan kemur bréfið til bæjarstjóra og myndin er frá heimsókn Matthildar og Brynju í bekkinn.

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar - 13. júní 2021

Mánudaginn 2. júní voru skólaslit í Grunnskóla Hornafjarðar. Í annað skipti í röðu voru þau með heldur óhefðbundnu sniði af ástæðu sem allir þekkja. Í 1. – 9. bekk voru skólaslitin í bekkjarstofum hvers bekkjar og sáu umsjónarkennarar um skólaslitin. Skólaslitin hjá 10. bekk voru hinsvegar í kirkjunni með foreldrum og allflestum starfsmönnum.

Umhverfisdagur í skólanum - 11. júní 2021

Umhverfisdagurinn var tekinn óvenju seint þetta árið og var það fyrst og fremst vegna margra kaldra daga í maí. En 27 maí, rétt fyrir skólalok drifu nemendur og starfsmenn sig út, hreinsuðu bæinn og komu með tillögur að því sem betur mætti fara í bænum okkar undir merkjunum skóli í umhverfisvænum heilsubæ. Í fréttabréfi skólans er hægt að sjá hugmyndir nemenda. Grunnskóli Hornafjarðar | Smore Newsletters for Education

Það er skemst frá því að segja að ótal hugmyndir komu fram um hvað betur mætti fara í bænum okkar og voru nemendur líka ótrúlega duglegir að sjá hvað þeir gætu gert til að bærinn okkar liti betur út og væri bæði umhverfisvænni og heilsusamlegri. Að sjálfsögðu lauk svo deginum á pulsugrilli upp við Hafnarskóla.

Fréttasafn