Fréttir og tilkynningar

Við skólalok - 25. júní 2020

Þann 4. júní var skóla slitið eftir all óvenjulegan vetur og voru skólaslitin einnig með óvenjulegum hætti. Foreldrum var einungis boðið að taka þátt í skólaslitum með útskriftarnemum í 10. bekk en í öðrum árgöngum voru skólaslitin í heimastofu nemenda með umsjónarkennara. Foreldrum var þó boðið að koma á Ólympíuleika allskonar íþrótta 3. júní en þeir voru uppskeruhátíð þemadaga þar sem nemendur kynntu sér hinar ýmsu íþróttir og leiki allsstaðar úr heiminum. Á Ólympíuleikunum sýndu nemendur íþróttirnar og leikina og fengu að prófa hver hjá öðrum en vegna samkomubanns var því miður ekki hægt að leyfa foreldrum að prófa.

Útskriftarferð 10. bekkjar 2020 - 16. júní 2020

2020-06-03-10.14.35-2Víð í tíunda bekk í Grunnskóla Hornafjarðar lögðum af stað í útskriftarferðina okkar þriðjudaginn 2. júní. Með okkur voru Nanna Dóra, umsjónarkennarinn okkar og Eygló aðstoðarskólastjóri.

Við byrjuðum á því að fara á Kajak á Heinabergslóni með Iceguide.is. Við 

2020-06-02-11.31.59


fengum lánaða þurrbúninga, skó og hanska svo að við myndum ekki blotna. Við fengum bæði eins og tveggja manna kajaka. Við sigldum um lónið og stoppuðum til að fara upp á jökulinn. Við löbbuðum aðeins um þar áður en við fórum aftur í kajakana og sigldum til baka. Það var mikið fjör í hópnum, við skvettum hvert á annað og kepptumst um hver kæmist hraðast...

Lokaverkefni 10. bekkjar - 2. júní 2020

Föstudaginn 29. maí héldu 10. bekkingar kynningu fyrir nemendur 7. 8. og 9.bekkjar, á lokaverkefnum sem þau hafa unnið að á lokavikum í skólanum. Verkefnin voru fjölbreytt og metnaðarfull og voru nemendum 10. bekkjar til sóma. Hérna er nokkrar myndir frá föstudeginum. 

Fréttasafn