Fréttir og tilkynningar

Laus kennslustörf við Grunnskóla Hornafjarðar veturinn 2022-2023 - 8. júlí 2022

Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Lögð er áhersla á teymisvinnu og innleiðingu fjölbreyttra kennsluhátta m.a. með því að auka ipadvæðingu. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er vel statt og þar er blómlegt mannlíf.

Nýsköpunarkeppnin 2022

Nýsköpunarverðlaun - 3. júní 2022

Nemendur í 5. Og 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar tóku þátt í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2022. Það voru margar hugmyndir sem bárust í keppnina en eingöngu 25 hugmyndir komast áfram frá öllum skólunum sem taka þátt. Þeir nemendur sem komust áfram var boðið í tvegga daga vinnustofu með hugmyndina sína þar sem haldið var áfram að vinna með hana og hanna vöruna.

Einn nemandi frá Grunnskóla Hornafjarðar komst áfram með sína hugmynd, en það er hún Bryndís Björk í 5. bekk. Hún hannaði ,,Muna-Men” sem er men sem þú tengir við þá hluti sem þú vilt ekki týna.

Við óskum Bryndísi til hamingju með flottan árangur, það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að komast áfram í svona keppni og vinna með hugmyndina sína.

BS/HKG

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar - 27. maí 2022

Grunnskóla Hornafjarðar verður slitið fimmtudaginn 2.júní, kl. 17:00 í íþróttahúsinu

Allir velkomnir

Fréttasafn