Fréttir og tilkynningar

1. bekkur í fjöruferð - 22. maí 2020

Í síðustu viku var farin fjöruferð með 1. bekk. Þetta var sand-kölluð fjör-ferð þar sem stokkið var út á Stokksnes. Í sandinum var ýmislegt hægt að gera, byggja kastala og skurði, grafa hvert annað ofan í sandinn, leika sér með bíla, æfa skrift og reikning og svo mætti lengi lengi telja. Krakkarnir borðuðu einnig nesti í ferðinni en það er jafnan hápunktur ferðalaganna. Krakkarnir æfðu einnig lag fyrir vikuhátíðina sína á sandinum og vakti það lukku hjá þeim. Allir voru hressir með þessa ferð og meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni okkar.

Grodursetning2

6. bekkur gróðursetur inn við Drápskletta. - 18. maí 2020

Í næðingi og 4. gráðu hita setti 6. bekkur niður 149 trjáplöntur frá Dilksnesi. Þetta hefur verið gert frá því fyrir aldamót, þannig að við Drápskletta er komin myndarlegur skógur sem hægt er að njóta.

Lykiltölur í lífi barna í sveitarfélaginu - 13. maí 2020

Boðað er til foreldrafunda í 7. - 10. bekk á næstu dögum þar sem farið verður yfir niðurstöður könnunarinnar Ungt fólk 2020.

Fréttasafn