Námsferð í Haukafell
Það er alltaf gaman að breyta um umhverfi og læra utandyra, í dag fór 4. bekkur í námsferð í Haukafell. Við vorum svo heppin að fá gott veður sem er lykilatriði í svona ferðum ásamt því að hafa gott nesti og vera vel klædd. Venjulega er þessi námsferð farin í Geitafell en þar sem vegurinn þangað var ekki í góðu ástandi þá þurftum við að breyta til og fara í næstu sveit. Það er alltaf gaman að koma í Haukafell, þar er margt hægt að gera og verkefnin sem krakkarnir unnu voru af ýmsu tagi.
Bekknum var skipt í sjö hópa og hver hópur fékk bakpoka sem innihélt verkefnamöppu, iPad til að taka myndir og skriffæri. Það hefur verið hefð fyrir því að skutla pylsum á grillið en sökum mikilla þurrka þá er það alls ekki inn í myndinni, Stjáni kokkur græjaði pizzur fyrir okkur og það vakti ágætis lukku. Krakkarnir nutu þess að vera úti og það er gaman að hafa tækifæri á því að geta notað umhverfið og þessa stórkostlegu náttúru sem við höfum hér allt í kring til að skoða og læra. Skemmtilegur dagur og nú má fara að rigna!