Gestir með fræðsluerindi

26. jan. 2024

Í dag voru fyrirlestrar fyrir nemendur í skólanum, fyrri fyrirlesturinn var um rafíþróttir en Aron Ólafsson framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ) og Eva Guðnadóttir Formaður RÍSÍ, ásamt þjálfara rafíþróttadeildar Sindra, Viktoríu Rós komu og fræddu okkur um hvað væri á döfinni hjá þeim. Síðan fóru krakkarnir í 5. til 10. bekk á fyrirlesturinn FOKK ME, FOKK YOU en þar fjölluðu Kári Sigurðsson og Andrea Marel um sjálfsmyndina, áhrif samskiptamiðla og fjölmiðla á líf okkar. Þau fjölluðu líka um virðingu og mörk og hvernig við eigum að stjórna því hvenær við erum á samskiptamiðlunum og hvenær við erum upptekin við annað. Þetta er þarft umræðuefni og góð áminning til okkar sem eldri erum að það þarf að styrkja krakkana til sjálfstæðis hvað varðar þessa miðla

hkg