Hvað lesa börnin ?

13. jan. 2017

Nú eftir jólin eru margir krakkar á kafi í bókalestri enda fengu margir bækur í jólagjöf. Nokkrir krakkar í 4. bekk fengu bókina Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason. Bókin er framhald af bókinni Mamma klikk sem kom út í fyrra. Að þeirra sögn fjallar bókin um Stellu sem er stelpa í hjólastól. Sagan segir frá lífi hennar en hún býr með pabba sínum sem er kennari og bróður en mamma hennar er að vinna erlendis.  Þetta er skemmtileg bók sögðu þau og nokkur þeirra hafa hana með sér í skólann og nota hana sem lestrabók.