1. bekkur í fjöruferð
Í síðustu viku var farin fjöruferð með 1. bekk. Þetta var sand-kölluð fjör-ferð þar sem stokkið var út á Stokksnes. Í sandinum var ýmislegt hægt að gera, byggja kastala og skurði, grafa hvert annað ofan í sandinn, leika sér með bíla, æfa skrift og reikning og svo mætti lengi lengi telja. Krakkarnir borðuðu einnig nesti í ferðinni en það er jafnan hápunktur ferðalaganna. Krakkarnir æfðu einnig lag fyrir vikuhátíðina sína á sandinum og vakti það lukku hjá þeim. Allir voru hressir með þessa ferð og meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni okkar.