Dansvika
Þessa vikuna hafa nemendur í skólanum dansað eins og enginn sé morgundagurinn undir leiðsögn Jóns Péturs Úlfljótssonar en hann hefur komið eina viku á ári í tæpa tvo áratugi til að kenna dans við skólann. Á föstudag 2. febrúar verður svo danssýning í Íþróttahúsinu kl. 12:30 þar sem allir eru velkomnir, foreldrar, afar og ömmur, systkini og aðrir. Nú verður líka bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda ball í Sindrabæ kvöldið fyrir danssýninguna þar sem nemendur í 8. - 10. bekk bjóða foreldrum sýnum að dansa við sig. Ballið hefst kl. 19:30 en foreldrar eru hvattir til að koma og dansa frá 20:00 - 20:30.