Dans

30. jan. 2020

Þessa vikuna er dansvika í grunnskólanum og eins og síðast liðin ár er það Jón Pétur sem mætir til okkar og kennir nemendum danssporin. Danssýning er á morgun föstudag kl. 12:30 í íþróttahúsinu og vonandi mæta sem flestir. Í dag, fimmtudag, er ball í Sindrabæ fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Húsið opnar 19:30 og er dansað undir stjórn Jóns Péturs danskennara frá kl. 20:00 - 20:30 og eru foreldrar hvattir til að mæta með krökkunum og dansa smá stund. Eftir kl. 20:30 mun dansinn síðan duna áfram hjá krökkunum og lýkur ballinu kl. 22:30.