Bærinn skínandi hreinn og skólalóðin glansandi að loknum umhverfisdegi
Nemendur fóru eins og stormsveipur um bæinn í dag og hreinsuðu hann af rusli eftir veturinn og tóku skólalóðina ærlega í gegn. Hluti nemenda í 6. – 10. bekk voru reyndar búnir að fara því þeir koma bara annan hvern dag í skólann. Vonandi getum við bæjarbúar allir svo hjálpast að við að halda bænum okkar hreinum. Pulsugrillið að lokinni hreinsun var samt óvenju rólegt þar sem einungis 1. - 5. bekkur mátti mæta í grill og bara einn bekkkur i einu.