Þorrinn í grunnskólanum
Það er venja að bjóða upp á þorramat á bóndadaginn í grunnskólanum. Krakkarnir eru dugleg að smakka, sumir fara útí að mana hvern annann upp í að borða eitthvað sem þeim finnst ekki líta vel út eða lykta vel. En þarna er gott tækifæri til að ræða um þessar gömlu geymsluaðferðir og hvernig allt var nýtt til matar.