Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor
Í dag var eldri nemendum grunnskólans boðið til tónlistarveislu í tilefni af blúshátið. Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor taldi í nokkur lög í Sindrabæ og var frábært að hlíða á leik þeirra og söng. Auk Unnar sem spilar á fiðlu og syngur og Bjössa Thor sem spilar á gítar eru þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa einnig í hljómsveitinni.