Förðun í vali í Heppuskóla

9. mar. 2022

Við erum stelpur í 8 og 9. bekk og við erum í förðunarvali í Heppuskóla á fimmtudögum. Við höfum verið að prófa allskonar förðun, til dæmis höfum við búið til okkar eigin gervihúð og gerviblóð til að gera “fake” sár einnig höfum við gert okkar eigin “one stroke” þar sem fleiri litir eru saman til að geta málað til dæmis marglituð blóm og fiðrildi.

Einn tíman þann 10. febrúar, þá fengum við hugmynd um að fara í Kátakot og bjóðast til þess að andlitsmála krakkana þar. Við byrjuðum að nota app sem heitir Pinterest. Þar getur maður náð í allskonar hugmyndir. Þegar við vorum búin að finna hugmyndir fórum við í Kátakot og krakkarnir fengu að velja hvað þeir vildu að við myndum gera. Við gerðum t.d. fiðrildi ,fótbolta, hunda, kórónur, hjörtu, blóm snáka, brasilíska fánan, super mario, sonic, ref og prinsessur. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt og okkur líka. Við gátum bara verið frá 13:00 - 14:00 en við hefðum viljað vera lengur. Við vorum spennt að koma aftur og mála krakkana og þar með endurtókum við leikinn á öskudaginn :)

 

Þorgerður María Grétarsdóttir, fyrir hönd Förðunarteymisins