• Mjósundá
  • Hjálparhellurnar okkar að sjá um að grillið hitni
  • kvöldvaka
  • Beðið eftir grilluðum pylsum
  • Kvöldvaka
  • Alltaf gaman að sulla og kasta steinum í ár og læki

5.bekkur ferðast um í Suðursveit

13. sep. 2018

5. bekkur fór í tveggja daga ferð í Suðursveit. Þetta er námsferð á vegum skólans þar sem krakkarnir kanna umhverfið og leika sér í leiðinni. Fyrri dagurinn hófst á gönguferð undir Fellsfjalli en keyrt var á rútu inn að fjalli og þaðan gekk hópurinn upp að Mjósundaá og upp að að gilinu. Næst var fundin staður til að vaða ána og fara síðan upp að gilinu austan við en þar er Brúsahellir sem allir fóru inn í og sögð var sagan af kettinum sem hvarf inn í hellinn og kom upp í Rannveigarhelli undir Staðafjalli. næst var gengið yfir að Fellsánni og eins nálægt fossinum og hægt var. Þar á aurunum eyddum við góðum tíma við að kasta grjóti í ána og sóla okkur.Þegar leið á daginn var haldið í Hrollaugsstaði þar sem við gistum, þar borðuðum við og héldum kvöldvöku. Daginn eftir var farið á Hala þar var safnið á Þórbergssetrinu skoðað, við fengum að fara og skoða fiskeldið og svo lukum við heimsókninni með því að fara í ratleik undir fjallshlíðinni. Við enduðum ferðina á því að grilla nálægt Klifatanga. Í ferðinni skoðuðum við jurtir, horfðum eftir fuglum, æfðum okkur i að þekkja nokkur örnefni og bæjarnöfn og nú vita allir hvað sveitirnar í sýslunni okkar heita.  Við sáum líka ref, mjallahvítan hlaupa um í fjallshlíðinni rétt hjá okkur.