Hrekkjavaka í skólanum

31. okt. 2025

Í dag er hrekkjavaka eða "Halloween"Í dag er hrekkjavaka eða "Halloween" og af því tilefni hittust krakkarnir á yngrastigi og dönsuðu í 6. bekkjar stofunni svo var ýmisslegt gert til að brjóta upp daginn, spilað, föndrað og fleira..  Hrekkjavaka er hátíðisdagur sem kemur upphaflega frá Keltum og er haldinn 31. október. Hátíðin var haldin til að þakka fyrir uppskeru sumarsins og boða komu vetrarins. Á Íslandi var einnig hátíð sem hét Vetranætur sem var einskonar nýársnótt en þá hófst árið mánaðarmótin október, nóvember.  Þá var talið ríkja einskonar millibilsástand þar sem mörk milli heima lifandi og dauðra voru óljós og allskonar óvættir á ferðinni. 

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween, sem er stytting á nafninu All Hallows’ Evening  sem er kvöldið fyrir allraheilagramessu. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum  mat og drykk til að friðþægja þeim. Einnig voru skornar út rófur og sett ljós í til að halda illum öndum fjarri. Þegar flutningar til Ameríku hófust þá uxu þar grasker sem menn nýttu í staðin fyrir rófur.  Sambærilega trú má finna tengda jólanótt og nýársnótt á íslandi.