Vorboðinn ljúfi

25. apr. 2023

Konur í Slysavarnafélgainu Framtíðin komu færandi hendi í skólann í dag en þær gáfu krökkunum í 5. bekk hjólahjálma. Okkur telst svo til að þetta sé í 13. sinn sem þær koma með þessa góðu sumargjöf til krakka í 5. bekk.