Kjarval á kerru
Skólaverkefni Listasafns ASÍ eru samstarfsverkefni safnsins og grunnskóla víða um land og í vikunni var einmitt þetta skólaverkefni í gangi í 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar en verkefnið ber heitið Kjarval í kerru. Sett var upp tveggja daga dagskrá fyrir nemendur og kennara þeirra, þar sem viðkomandi listaverk er sýnt og kynnt. Nemendur unnu svo stuttar hreyfimyndir út frá verkinu sjálfu. Skemmtilegt og gefandi verkefni sem vakti lukku hjá nemendum.