Þorrinn boðinn velkominn
Í dag, bóndadag buðu nemendur skólans þorrann velkominn með því að hlaupa hringinn í kringum skólann klædd í aðra buxnaskálmina. Þessi siður hefur lengi verið viðhafður í Hafnar og Heppuskóla. Eftir gott hlaup var sungið saman nokkur góð þorralög.