Smitrakningu lokið
Smitrakningu er lokið vegna covid 19 smits sem upp kom í skólanum. 70 þurfa að fara í sóttkví þar af 34 kennarar og 36 starfsmenn í heildina. Ljóst er að þetta mun hafa töluverð áhrif á skólastarf næstu daga. Skólinn verður lokaður nemendum á morgun og hann sótthreinsaður. Kennarar munu leggja áherslu á fjarkennslu og að sinna nemendum yfir netið. Reynt verður að halda uppi einhverskonar skólastarfi eftir helgi a.m.k. fyrir yngstu nemendurna og verða foreldrum send skilaboð um það um helgina.
Þeir 34 nemendur sem komnir eru í sóttkví eru allir á unglingastigi.
Þrátt fyrir að smitrakningu sé lokið og búið að ákveða hverjir fara í sóttkví er mikilvægt að allir fari varlega næstu daga og vikur. Það er alltaf möguleiki að einhver sem er útsettur fyrir smiti hafi ekki fundist í smitrakningu. Veiran er erfið viðureignar og við þurfum öll að vera á varðbergi. Því er mikilvægt að hver og einn hugi vel að sínum persónulegu sóttvörnum, sé vakandi fyrir flensueinkennum og hringi á heilsugæslunna ef minnsti grunur vaknar.
Á vef Embættis landlæknis og Covid.is er að finna hverskonar upplýsingar fyrir þá sem eru í vafa um hvernig bera að haga sér. Inn á Covid.is er líka hægt að komast í netspjall við fagaðila sem fólk er hvatt til að nýta sér
Við eru öll almannavarnir og saman munum við ná tökum á ástandinu.