Dagur gegn einelti

14. nóv. 2025

Alþjóðlegur dagur gegn einelti er þann 8.nóvember ár hvert. Markmið dagsins er að efna til umræðu, fræðslu og viðburða sem miða að því að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.  Ýmislegt er gert í skólanum til að vekja athygli á deginum og í ár hittust allir í íþróttahúsinu og sungu nýja lagið hans Páls Óskars og Benna Hemm Hemm, Eitt af blómunum. Atburðurinn var tekinn upp og verður aðgengilegur á Youbube síðu skólans.