Á skíðum skemmti ég mér….

13. mar. 2024

Nú eru 6. og 8.  bekkur staddir á Akureyri í skíðaferð. Það má segja að þó Hornfirðingar séu ekki vanir miklum snjó og skíðabrekkur, þá virðast krakkarnir ekki eiga ī neinum vandræðum með að ná tökum á þessu. Milan og Ingvi voru snemma búnir að útskrifa hópinn úr skíðakennslunni og Sigurborg og Berglind tóku við og hjálpuðu þeim að taka fyrstu skrefin í diska og stólalyftunum.  Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur, varla hreyft vind.

Í gær endaði dagurinn á sundferð og við förum aftur í kvöld og höldum síðan upp á allt saman með góðri īsferð.