Dagur íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu sem haldinn er ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar tóku nemendur þátt í allskonar verkefnum sem tengjast tungumálinu. Krakkarnir í 6. bekk fóru í Nettó og lásu um Jónas Hallgrímsson og einnig nokkur ljóð eftir hann. Krakkarnir í 5. bekk leituðu að og skráðu orð sem tengjast náttúrunni, 4. bekkur samdi tvílínur, 1. bekkur bjó til orð úr stöfunum sem unnið var með í vikunni, krakkarnir útskýrðu orðin og teiknuðu myndir til skýringar. 2. bekkur bjó til óróa með orðum sem hafa sömu merkingu. Af þessu má sjá að verkefnin eru mörg og mismunandi enda er tungumálið okkar litríkt og fjölbreytt.