Kennsla í Heppuskóla á morgun
Eðlilegt skólastarf verður á eldra stiginu, Heppuskóla á morgun og þar með í öllum skólanum. Langflestir kennararnir hafa fengið niðurstöður og allir verið neikvæðir hingað til og þeir nemendur sem frést hefur frá fengu líka neikvæðar niðurstöður. Vonandi verða áframhaldandi niðurstöður á sama veg.
Starfsfólk heilsugæslunnar sagði að það hefði verið með eindæmum gaman að skima nemendur í morgun, þeir hefðu staðið sig miklu betur en starfsfólkið sem þurfti sumt að kvarta yfir meðferðinni. Þetta kemur samt ekki á óvart því krakkarnir okkar eru hörkuduglegir og mikið óskaplega verður gaman að hittast aftur í "kjötheimum".
Grímuskylda verður hjá þeim sem eru að koma úr sóttkví næstu dag og er það fyrst og fremst til að gæta öryggis og tryggja að þeir sem eru í smitgát smiti ekki vilji svo ólíklega til að þeir veikist.