Skíðaferð í Oddskarð
Nemendur í 8. bekk skelltu sér í Oddskarð í vikunni. Farið var á þriðjudagsmorgni og komið heim seinnipart miðvikudags. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og nutu krakkarnir útiverunnar í þessari skíðaparadís. Gist var eina nótt á Neskaupstað og auðvitað var sundlaugin heimsótt til að skola af sér eftir góðan dag. Á miðvikudagsmorguninn var Verkmenntaskóli Austurlands heimsóttur og nemendum kynnt starfsemi hans. Allir komu svo sælir og þreyttir heim úr skemmtilegri ferð.