Jólasöngur í Hafnarskóla

3. des. 2021

Hafdís tónmenntakennari sér um samsönginn í skólanum og nú er jólasamsöngurinn byrjaður. Í dag var söngstund hjá 1.-3. bekk og þar mætti Barnakór  Hornafjarðar undir stjórn Sigurlaugar ásamt undirleikurum þeim Jóhanni, Sæmundi og að sjálfsögðu Hafdísi. Það má segja að jólalögin hafi ómað um skólann.