Vikuhátíð 5. bekkjar
5. bekkur hélt vikuhátíðina sína nú á dögunum og bauð foreldrum og samnemendum sínum í Sindrabæ. Þema sýningarinnar var sagan um Roy Rogers en mörg okkar þekkjum lagið sem Halli og Laddi sungu fyrir margt löngu. Inn í söguna fléttuðust síðan persónur eins og tvær út tungunum og riddari götunnar og Eitur-Pési ( Svarti Pétur) sem rændi banka.