Þjóðleikhúsið í heimsókn

27. sep. 2018

Í dag bauð Þjóðleikhúsið elstu börnum leikskólans og nemendum 1., 2., og 3. bekkjar á sýninguna Sögustund í Sindrabæ.  Sögustund er brúðuleikhús með Bernd Ogrodnik brúðulistamanni hjá Brúðuheimum og sýndi hann börnunum á einstakan hátt inn í heim brúðulistarinnar. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd er búinn að ferðast með um allan heim þar sem sýningin hefur verið sýnd í stórum leikhúsum og á virtum leiklistarhátíðum. Hvarvetna fær sýningin gríðarlega góðar viðtökur og er hér því um einstakt tækifæri að ræða.