Kraftar, viðnám og straumlínulögun
Krakkarnir í 5. bekk voru að læra um krafta, viðnám og loftmótstöðu. Verkefnið sem þeir fengu var að hanna og búa til bíl þar sem þurfti að hugsa um þessa þætti. Eina regla er að það má ekki nota leikfangabíl og byggja á honum né legokubba eða dekk. Síðan er farið í keppni með bílana og þeir látnir renna eftir skábraut og svo mælt hversu langt þeir fóru. Krakkarnir þurfa að skila skýrslu um verkið og lesa hana upp fyrir samnemendur og kennara. þetta verkefni er alltaf skemmtilegt og gaman að sjá hvað bílarnir eru ólíkir.