• 2-2-

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós gefur fræðsluefni um Kína

14. okt. 2021

Fulltrúar Konfúsíusarstofnunarinnar ,,Norðurljós” heimsóttu Grunnskóla Hornafjarðar og gáfu skólanum fræðsluefni í kínversku, þýtt á íslensku, fyrir börn og unglinga. Með því fylgja orðabækur og skemmtileg verkefnahefti fyrir börn í kínverskum orðum og tölum.

Konfúsíusarstofnunin ,,Norðurljós” var stofnuð árið 2008 og hefur starfað í samstarfi við Háskóla íslands, en hefur aðsetur í ,,Veröld” húsi Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdísarstofnun – alþjóðlegri mistöð tungumála og menningar sem er starfrætk á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.