Vikuhátíð 3. bekkjar
Í gær buðu nemendur 3. bekkjar skólanum á vikuhátíð í Sindrabæ. Þar var sett á svið leikritið um Hlyn Kóngsson. Leikritið innihélt allt það sem prýðir gott ævintýri þ.e. prins, kóng og drottningu, riddara, tröll, svani, karl og kerlingu í koti sínu og hugrakka bóndadóttur. Ísold Andrea söng lagið Inner Demons og í lokin sungu allir í salnum
the hardest karaoke song in the world og dönsuðu með. Takk fyrir góða skemmtun.