Kosningar á mánudag

10. febrúar 2023

10. feb. 2023

Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið í stjórnmálafræði síðan í lok janúar. Þau hafa verið í hópavinnu þar sem hver hópur bjó til sinn stjórnmálaflokk, þau þurftu að finna nafn og ákveða stefnu flokksins. Hver flokkur átti svo að velja eitt svæði í nærumhverfinu sem þau áttu að hanna upp á nýtt eða nýta svæðið betur.

Á mánudaginn kynna flokkarnir sig og sín stefnumál og svo munu nemendur í 7.-10. bekk ganga til kosninga.