Heimilin og háskólinn – Fræðsla fyrir foreldra
Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra. Foreldrafræðslan hefur fengið nafnið Heimilin og háskólinn og þar mun fræðifólk Menntavísindasviðs ásamt góðum gestum úr samfélaginu fjalla um ýmsar hliðar fjölskyldulífsins á þeim óvenjulegum tímum sem við lifum: Stuðning við nám barna og ungmenna, uppeldi og samskipti, tengsl heimila og skóla, ólíkar námsgreinar, leik og upplifun, frítíma og rútínu, svefn og heilsu, bugun og bjartsýni.
Foreldrafræðslan er frá kl. 15.00-15.45 virka daga í opnum aðgangi á ZOOM. Foreldrar geta sent inn spurningar jafn óðum til þeirra sem fræða í hvert skipti. Allir nettengdir foreldrar geta fylgst með en hlaða þarf niður ZOOM forritinu áður. Neðst á síðunni eru hlekkir á leiðbeiningar.
Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera
Dagskráin er í mótun en við hefjum leik á föstudag og bjóðum upp á fjóra fyrirlestra fyrir páska. Eftir páska tökum við svo upp þráðinn! Fylgist vel með hér á síðunni, eða á Facebook síðum Menntavísindasviðs og Heimilis og skóla.
Dagskrá fyrirlestraraðarinnar Heimilin og háskólinn
Föstudagur 3. apríl, kl. 15.00-15.45
– Tengsl heimila og skóla – tækifæri eða tjúlluð togstreita!
Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Kristín Jónsdóttir lektor í kennslu- og menntunarfræði.
Mánudagur 6. apríl kl. 15.00-15.45
– Hollráð til foreldra um þeirra líðan og geðheilsu
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, aðjunkt og sálfræðingur.
Þriðjudagur 7. apríl kl. 15.00-15.45
– Upplifum saman – að samræma vinnuna heima og samveru með leikskólabarni
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólafræðum og Svava Björg Mörk, aðjunkt.
Miðvikudagur 8. apríl kl. 15.00-15.45
– Nám fer fram alls staðar
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt og Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjunkt.
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Zoom: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/
Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera