Foreldra og starfsmannfundur í Nýheimum kl. 16:15 á mánudag
Þar verður farið yfir niðurstöður úr könnunum á vegum Rannsóknar og greiningar á högum hornfirskra barna og unglinga -
Mánudaginn næsta 15. maí kl. 16:15 verður fundur í Nýheimum sérstaklega ætlaður foreldrum nemenda í grunn- og framhaldsskóla og starfsfólki skólanna. Þar verður farið yfir niðurstöður úr könnunum á vegum Rannsóknar og greiningar á högum hornfirskra barna og unglinga. Í kjölfarið verður farið í fundarherferð með foreldrum barna í 6. -10. bekk Grunnskólans því niðurstöðurnar eru ekki góðar þegar horft er til neyslu tóbaks, áfengis og fíkniefna.
Fundartímar foreldrafundanna verða sem hér segir;
Þriðjudagur 16. maí - 10. bekkur kl. 20:00 í Heppuskóla
Miðvikudagur 17. maí - 9. bekkur kl. 20:00 í Heppuskóla
Fimmtudagur 18. maí 8. - bekkur kl. 20:00 í Heppuskóla
Mánudagur 22. maí 7. - bekkur kl. 20:00 í Heppuskóla
Þriðjudagur 23. maí 6. - bekkur kl. 20:00 í Hafnarskóla
Á foreldrafundunum verður lögð áhersla á að efla samtakamátt foreldra og samtal því saman geta þeir flutt fjöll.
Nokkur atriði sem skipta höfuðmáli þegar kemur að því að spyrna gegn neyslu eru að;
- Virða útivistartíma
- Leyfa ekki eftirlitslaus partý
- Kaupa aldrei áfengi fyrir börnin
- Fylgjast með fjármálum barnanna (foreldra geta fylgjast með inn á heimabankanum sínum).
Þó þetta séu einfaldir hlutir getur verið erfitt að fylgja þeim eftir ef aðrir gera það ekki.
Þetta verða því einskonar vinnufundir þar sem viðfangsefnið verður: Hvernig geta foreldrar sem hópur stutt við bakið hver á öðrum og sent skýr skilaboð til barna sinna um leið og þeir auka möguleika þeirra á að njóta bernskunnar og að láta drauma sína rætast?
Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn og eftir því sem við vinnum meira saman þeim mun betur vegnar öllum.
Mikilvægt að foreldrar mæti vel bæði á kynningafundinn en ekki síður á foreldrafundinn í kjölfarið.