5. bekkur í Suðursveit
Á haustdögum fór 5. bekkur E í velheppnaða námsferð í Suðursveit. Þau heimsóttu Þórbergssetur þar sem Þorbjörg Arnórsdóttir fræddi þau um Þórberg og lífið í Suðursveit á árum áður og fóru í ratleik í hlíðinni fyrir ofan. Tíndar voru plöntur sem unnið var með og gengið um land Fells. Farið var í Hrollaugshóla og Rósa hjá Ríki Vatnajökuls kom og sagði nemendum margt um þjóðgarðinn og hvernig skal umgangast hann. Aðal fjörið var svo að komast í að vaða og synda í ánni við Hrollaugshóla. Veðrið lék við hópinn allan tímann, sólin skein og alveg blankalogn.