Þátttaka í fjölbreytileikavikunni
Eins og fyrr segir þá er margt um að vera hjá nemendum skólans þessa dagana og má þar nefna að margir nemendur hafa verið að æfa fyrir uppákomu í Nýheimum í tilefni af fjölbreytileikavikunni sem er að ljúka.En stór hópur barna frá 3. bekk og upp í 7. bekk mættu í Nýheima og sungu og léku lagið Gordjöss. Krakkarnir sem léku á hljóðfæri eru úr lúðrasveit Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu.