Umferðaröryggi
Undanfarið hefur starfsfólk skólans orðið vart við hjálmlaus börn á hjólum, bæði á leiðinni í og úr skóla, en einnig á milli húsa á skólatíma.
Okkur langar því að biðja ykkur um að ræða almennt um umferðaröryggi við börnin
ykkar. Við minnum á þá hættu sem skapast getur þegar börn eru að reiða önnur
börn á hjólunum, oft án alls öryggisbúnaðar. Þetta á einnig við um rafknúin
farartæki, en einnig hefur borið á því að nemendur á rafknúnum farartækjum eru
að bjóða öðrum nemendum far á þeim, án alls öryggisbúnaðar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru þessi rafknúnu hjól ekki götuskráð og því
ekki tryggð ef slys hlýst af.
Hér fyrir neðan eru hlekkir hjá Samgöngustofu um umferðaröryggi.
Endurskin
Kær kveðja
Skólastjórnendur Grunnskóla Hornafjarðar