Kökukeppni

11. okt. 2024

Kökukeppni!!!

Nemendaráð hélt sína árlegu kökukeppni á unglingastigi! Nemendur voru ótrúlega skapandi og lögðu mikla vinnu í kökurnar sínar, sem voru ekki aðeins girnilegar heldur líka sannkölluð listaverk. Kökurnar voru metnar eftir útliti, frumleika og bragði, og var dómnefndin, sem samanstóð af nemendum í nemendaráði, ekki öfundsverð af verkefninu að velja úr öllum þessum dýrindis kökum. Verðlaun fyrir frumlegustu kökuna fengu þær, Guðbjörg Lilja, Ena, Anna Herdís, Sigurlaug, Bryndís og Freyja, en kakan þeirra var Minions kall í g-streng. Mest skapandi kakan var kakan Leiftur McQueen sem þeir félagar Björgvin Leó, Hinrik Guðni, Vilhelm og Óliver Snær bökuðu. Bragðbesta kakan var meistaraverk þeirra frænda, Þórs og Áskels, en upphaflega var þetta skakki turninn í Pisa en meistaraverkið féll saman áður en það komst á keppnisstað. Dómnefndin var samt sammála um að kakan bar af hvað varðar bragð og áferð.

Við viljum þakka öllum nemendum fyrir þátttökuna. Það er gaman að sjá hve mikið hugmyndaauðgi og eldmóður ríkir hjá nemendum okkar þegar kemur að svona skapandi og bragðgóðum verkefnum.