LORAX

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar 10. apríl í Íþróttahúsinu kl. 17:00

5. apr. 2024

LORAX-auglysing_1712332857471Grunnskóli Hornafjarðar hefur á undanförnum árum haldið árshátíð með öllum árgöngum Grunnskólans. Hafdís Hauksdóttir leikstýrir og Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal er með tónlistina. Okkar helsti samstarfsaðili er Tónskóli Austur Skaftafellssýslu sem kemur að æfingum nemenda á hljóðfæri og í söngnum.

Listgreinakennararnir okkar eiga veg og vanda að leikmyndagerð og skreytingum í salnum. Síðustu vikur hafa allir árgangar okkar útbúið skreytingar og leikmynd. Einnig hafa í leiðinni verið unnin leirblóm sem verða til sölu til styrktar honum Jóni Birki okkar. Þau verða seld á árshátíðinni.